Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. vísir/Vilhelm Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15