Jóhannes Karl: Allt saman virkilega svekkjandi Gabríel Sighvatsson skrifar 22. júní 2019 20:09 Jóhannes Karl var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn HK. vísir/daníel þór „Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30
Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56