Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:17 Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45