Endurfundir Lady Gaga og Bradley Cooper ólíklegir í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2019 11:01 Mikil innlifun þykir einkenna frammistöðu Lady Gaga og Bradley Cooper þegar þau stíga saman á stokk. Hér eru þau á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn febrúar. Vísir/Getty Einn skipuleggjenda Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar, Emily Eavis, hefur vísað á bug orðrómum þess efnis að Lady Gaga og Bradley Cooper verði leynigestir á hátíðinni í ár. Því hafði meðal annars verið velt upp af bresku útvarpskonunni Edith Bowman. Gaga og Cooper hafa átt farsæla ferla, hún sem söngkona og hann sem leikari, en á síðasta ári sameinuðu þau krafta sína í kvikmyndinni A Star Is Born þar sem þau seildust inn á svið hvors annars. Myndin naut gríðarlegra vinsælda, þá sérstaklega tónlistin úr henni. Lagið Shallow hlaut meðal annars náð fyrir augum Óskarsverðlaunadómnefndarinnar og vann í flokki besta lags á hátíðinni í febrúar. Alls var myndin tilnefnd til átta verðlauna. „Ég gæti vitað um eitt [óvænt atriði], ég gæti ekki mögulega sagt frá,“ sagði Bowman í þættinum Sunday Brunch á útvarpsstöðinni Channel 4. „Bradley Cooper var gestur í hlaðvarpinu mínu. Hann var að tala um A Star Is Born, og þegar ég talaði við hann sagði ég að mig langaði bara að sjá þau [Cooper og Gaga] taka gigg, þú veist, spila í beinni.“ Að sögn Bowman tók Cooper vel í þá hugmynd og greindi frá því að hann og Gaga hafi verið í viðræðum við skipuleggjendur Glastonbury um að koma fram á hátíðinni, sem hefst einmitt á miðvikudaginn. Við þessar fregnir glöddust margir netverjar enda aðdáendahópur myndarinnar stór og eftirvæntingin eftir sameiningu Cooper og Gaga á stóra sviðinu mikil.Ekkert verður af „leyniatriðinu“ Emily Eavis, skipuleggjandi Glastonbury, var þó fljót að slökkva tilhlökkunarelda æstra aðdáenda en í dag tísti hún því að ekki stæði til að Cooper og Gaga kæmu fram á hátíðinni. „Áður en þetta fer úr böndunum… svarið er nei, þetta er ekki að fara að gerast.“Before this one gets out of control... the answer is no, that isn’t happening. (Although you can watch the amazing A Star Is Born in our Pilton Palais cinema tent at 4.30pm on Friday.) https://t.co/vUovpJAZuM — Emily Eavis (@emilyeavis) June 24, 2019 Margir aðdáendur Cooper og Gaga urðu eðlilega afar svekktir við þessar fregnir og klofin hjörtu og „grátkallar“ voru allsráðandi í Twitter-umræðu um málið. Orðrómar þess efnis að þau Gaga og Cooper eigi í ástarsambandi, eða að slíkt sé í uppsiglingu, hafa verið háværir í Hollywood. Samband þeirra og neistaflug í myndinni þykir bera þess merki að meira sé í gangi á milli þeirra heldur en sýnt er á hvíta tjaldinu. Það var síðan ekki til þess að slökkva slúðureldana þegar fréttir fóru að berast þess efnis að Cooper og unnusta hans, Irina Shayk, hefðu slitið sambandi sínu. Hvað sem mögulegu ástarsambandi Lady Gaga og Bradley Cooper líður er nokkuð ljóst að aðdáendur þurfa að bíða lengur en fram að Glastonbury til þess að sjá þau koma saman fram á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Einn skipuleggjenda Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar, Emily Eavis, hefur vísað á bug orðrómum þess efnis að Lady Gaga og Bradley Cooper verði leynigestir á hátíðinni í ár. Því hafði meðal annars verið velt upp af bresku útvarpskonunni Edith Bowman. Gaga og Cooper hafa átt farsæla ferla, hún sem söngkona og hann sem leikari, en á síðasta ári sameinuðu þau krafta sína í kvikmyndinni A Star Is Born þar sem þau seildust inn á svið hvors annars. Myndin naut gríðarlegra vinsælda, þá sérstaklega tónlistin úr henni. Lagið Shallow hlaut meðal annars náð fyrir augum Óskarsverðlaunadómnefndarinnar og vann í flokki besta lags á hátíðinni í febrúar. Alls var myndin tilnefnd til átta verðlauna. „Ég gæti vitað um eitt [óvænt atriði], ég gæti ekki mögulega sagt frá,“ sagði Bowman í þættinum Sunday Brunch á útvarpsstöðinni Channel 4. „Bradley Cooper var gestur í hlaðvarpinu mínu. Hann var að tala um A Star Is Born, og þegar ég talaði við hann sagði ég að mig langaði bara að sjá þau [Cooper og Gaga] taka gigg, þú veist, spila í beinni.“ Að sögn Bowman tók Cooper vel í þá hugmynd og greindi frá því að hann og Gaga hafi verið í viðræðum við skipuleggjendur Glastonbury um að koma fram á hátíðinni, sem hefst einmitt á miðvikudaginn. Við þessar fregnir glöddust margir netverjar enda aðdáendahópur myndarinnar stór og eftirvæntingin eftir sameiningu Cooper og Gaga á stóra sviðinu mikil.Ekkert verður af „leyniatriðinu“ Emily Eavis, skipuleggjandi Glastonbury, var þó fljót að slökkva tilhlökkunarelda æstra aðdáenda en í dag tísti hún því að ekki stæði til að Cooper og Gaga kæmu fram á hátíðinni. „Áður en þetta fer úr böndunum… svarið er nei, þetta er ekki að fara að gerast.“Before this one gets out of control... the answer is no, that isn’t happening. (Although you can watch the amazing A Star Is Born in our Pilton Palais cinema tent at 4.30pm on Friday.) https://t.co/vUovpJAZuM — Emily Eavis (@emilyeavis) June 24, 2019 Margir aðdáendur Cooper og Gaga urðu eðlilega afar svekktir við þessar fregnir og klofin hjörtu og „grátkallar“ voru allsráðandi í Twitter-umræðu um málið. Orðrómar þess efnis að þau Gaga og Cooper eigi í ástarsambandi, eða að slíkt sé í uppsiglingu, hafa verið háværir í Hollywood. Samband þeirra og neistaflug í myndinni þykir bera þess merki að meira sé í gangi á milli þeirra heldur en sýnt er á hvíta tjaldinu. Það var síðan ekki til þess að slökkva slúðureldana þegar fréttir fóru að berast þess efnis að Cooper og unnusta hans, Irina Shayk, hefðu slitið sambandi sínu. Hvað sem mögulegu ástarsambandi Lady Gaga og Bradley Cooper líður er nokkuð ljóst að aðdáendur þurfa að bíða lengur en fram að Glastonbury til þess að sjá þau koma saman fram á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45
Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50
Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12