Að fá að deyja með reisn Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. júní 2019 08:00 Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun