Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júní 2019 08:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á vordögum að framlög til málsins yrðu tryggð í fjárlögum. Fréttablaðið/Ernir Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00