105 þúsund krónur lagðar inn á félagsmenn BSRB vegna seinagangs í kjaraviðræðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 10:38 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá vinnuveitanda vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Viðræður eru í gangi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Í endurskoðaðri viðræðuáætlun sem aðildarfélög BSRB og samninganefnd ríkisins hafa gert með sér kemur fram að stefna eigi að því að ljúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í apríl. Í samningaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira. Bæði BSRB og samninganefnd ríkisins leggja áherslu á að vanda til við þá vinnu. „Þetta eru flókin mál sem við erum að ræða, sér í lagi útfærslan á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnuhópa. Við viljum gefa okkur góðan tíma í að ræða það enda mikilvægt að ná fram breytingum til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Í áætluninni segir að þar sem langt sé síðan kjarasamningar hafi runnið verði greidd innágreiðsla inn á nýja samninga. Því fá starfsmenn ríkisins 105 þúsund króna greiðslu þann 1. ágúst vegna þessara tafa. Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall. BSRB gerir eftir sem áður kröfu um að nýir kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. apríl. Þá sammælast BSRB og ríkið um það í áætluninni að friðarskylda ríki til 15. september. Hlé verður gert á viðræðum á meðan skrifstofa Ríkissáttasemjara er lokuð í sumar, „enda hefur reynslan sýnt að lítið gengur í kjaraviðræðum yfir hásumarið,“ segir í tilkynningu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá vinnuveitanda vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Viðræður eru í gangi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Í endurskoðaðri viðræðuáætlun sem aðildarfélög BSRB og samninganefnd ríkisins hafa gert með sér kemur fram að stefna eigi að því að ljúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í apríl. Í samningaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira. Bæði BSRB og samninganefnd ríkisins leggja áherslu á að vanda til við þá vinnu. „Þetta eru flókin mál sem við erum að ræða, sér í lagi útfærslan á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnuhópa. Við viljum gefa okkur góðan tíma í að ræða það enda mikilvægt að ná fram breytingum til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Í áætluninni segir að þar sem langt sé síðan kjarasamningar hafi runnið verði greidd innágreiðsla inn á nýja samninga. Því fá starfsmenn ríkisins 105 þúsund króna greiðslu þann 1. ágúst vegna þessara tafa. Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall. BSRB gerir eftir sem áður kröfu um að nýir kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. apríl. Þá sammælast BSRB og ríkið um það í áætluninni að friðarskylda ríki til 15. september. Hlé verður gert á viðræðum á meðan skrifstofa Ríkissáttasemjara er lokuð í sumar, „enda hefur reynslan sýnt að lítið gengur í kjaraviðræðum yfir hásumarið,“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08