Stál og hnífur komst næstum ekki með Arnar Tómas skrifar 29. júní 2019 08:00 Alls mun Bubbi taka fyrir tíu af plötum sínum í hlaðvarpinu. „Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
„Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira