Sleggjur munu fljúga Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júní 2019 13:00 Ngannou og dos Santos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00
Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15