Röng skilaboð Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 07:15 Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun