Heitir hálfri milljón í fundarlaun fyrir GPS-diska Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 15:43 Svona líta diskarnir út. Jóhannes hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun og skorar á alla sem upplýsingar hafa um málið að koma ábendingum þar um til lögreglunnar. „Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“ Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
„Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“
Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira