Margir vilja komast í háskólana í haust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 11:19 Vits er þörf þeim er víða ratar segir í Hávamálum. Vísir/Vilhelm Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira