Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:08 Maia Sandu verður áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. EPA Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu. Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu.
Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48