Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 12:30 Nýr Herjólfur kom til Eyja í gær hlaðinn varahlutum og öðrum búnaði. Þar á meðal var aukaskrúfa og öxull sem saman vega um tíu tonn. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira