Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2019 20:37 Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira