Söng í gegnum sársaukann eftir endajaxlatöku Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, losaði sig við endajaxlana en það kostaði sitt. Fréttablaðið/Ernir „Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira