Íslendingum verði kennd ný regla um hvernig aka eigi um hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 21:55 Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur um umferðaröryggi. Stöð 2/Einar Árnason. Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf: Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf:
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00