Fagna tilnefningu til ljóns í Cannes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:24 Karlmennirnir lásu sannar frásagnir kvenna frá öllum heimshornum. Þær áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01