Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafi Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira