Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 10:17 Sigurreifur mótmælandi nærri höfuðstöðvum hersins í Khartoum. Vísir/AP Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara. Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26