Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. júní 2019 22:23 Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. Vísir/ap Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35