Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2019 18:30 Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas. Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas.
Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36