Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 14:00 Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum. Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum.
Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira