Manchester City tókst að landa þrennunni um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 20. maí 2019 17:00 Kevin de Bruyne, Ederson, Bernardo Silva, David Silva, Gabriel Jesus, Ilkay Gundogan, Kyle Walker og Vincent Kompany fagna sigri í ensku bikarkeppninni um helgina. Getty/Sebastian Frej Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla varð aldrei spennandi þetta árið en Manchester City sýndi mátt sinn og megin þegar liðið valtaði yfir Watford í leik liðanna á Wembley. Raheem Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í leiknum en Gabriel Jesus, sem átti stóran þátt í einu marka Sterling, David Silva og Kevin De Bruyne skoruðu sitt markið hver. Manchester City varð þar af leiðandi fyrsta karlaliðið til þess að vera á sama tíma deildarbikarmeistari, bikarmeistari og ríkjandi enskur meistari. Kvennalið Arsenal hafði áður náð þessum árangri vorið 2007 en það lið vann raunar enn fremur Meistaradeild Evrópu á þeirri leiktíð. Manchester City hefur nú unnið fyrrgreindar keppnir í fimm af síðustu sex skiptum sem keppt hefur verið í þeim. Tvö önnur ensk lið hafa sett saman annars konar þrennur á einu og sama keppnistímabilinu. Liverpool hefur gert það tvívegis en vorið 1984 varð liðið enskur meistari, vann enska deildabikarinn og vann Evrópukeppni meistaraliða undir stjórn Joe Fagan. Liverpool vann svo enska bikarinn, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða árið 2001. Manchester United vann þrennu sem samanstóð ef enska meistaratitlinum, enska bikarnum og sigri í Meistaradeild Evrópu með Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn árið 1999. Þá setti Manchester City tvö önnur met og jafnaði annað í þessum leik. Liðið skoraði 26 mörk í keppninni á þessari leiktíð sem er það mesta í sögu keppninnar en fyrra metið átti Chelsea með því að skora 20 mörk. Þetta var svo 50. sigur liðsins á leiktíðinni í öllum keppnum sem er met. Manchester City jafnaði svo 116 ára gamalt met Bury frá árinu 1906 yfir stærsta sigur liðs í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Guardiola, sem var þarna að vinna sinn 27. stóra titil sem knattspyrnustjóri, er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hefur unnið enska deildabikarinn, enska bikarinn og enska meistaratitilinn. Bill Nicholson, Don Revie, Joe Mercer, Sir Kenny Dalglish, George Graham, Ferguson og José Mourinho höfðu áður náð þeim áfanga. Það er til marks um fullkomnunaráráttu og vilja hans til þess að vera sífellt að bæta liðið sitt að hann eyddi drykklangri stund í miðri sigurgleði liðsins til þess að fara yfir taktísk atriði með Raheem Sterling sem skoraði þrennu í leiknum. Þetta var kveðjuleikur belgíska varnarmannsins Vincents Kompany sem verið hefur fyrirliði liðsins undanfarin ár, en hann er að taka við sem spilandi aðstoðarknattspyrnustjóri hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í sumar. Kompany hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City, fjórum sinnum unnið enska deildabikarinn og þetta var í þriðja sinn sem hann lyftir enska bikarnum. Manchester City fékk verðuga samkeppni frá Liverpool um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð eftir að hafa rústað deildinni og sett met með því að vinna deildina með því að fá 100 stig árið áður. Það sem ætti kannski að hræða stuðningsmenn Liverpool sem og annarra liða er að Manchester City vann þessa þrjá titla með Kevin De Bruyne meiddan lungann úr leiktíðinni. De Bruyne kom inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks í þessum leik og var skömmu síðar búinn að skora eitt mark og leggja upp annað. Manchester City mun síður en svo slaka á klónni á næsta keppnistímabili og nú er það hinna liðanna að spýta í lófana og freista þess að taka fram úr City sem verður hægara sagt en gert. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla varð aldrei spennandi þetta árið en Manchester City sýndi mátt sinn og megin þegar liðið valtaði yfir Watford í leik liðanna á Wembley. Raheem Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í leiknum en Gabriel Jesus, sem átti stóran þátt í einu marka Sterling, David Silva og Kevin De Bruyne skoruðu sitt markið hver. Manchester City varð þar af leiðandi fyrsta karlaliðið til þess að vera á sama tíma deildarbikarmeistari, bikarmeistari og ríkjandi enskur meistari. Kvennalið Arsenal hafði áður náð þessum árangri vorið 2007 en það lið vann raunar enn fremur Meistaradeild Evrópu á þeirri leiktíð. Manchester City hefur nú unnið fyrrgreindar keppnir í fimm af síðustu sex skiptum sem keppt hefur verið í þeim. Tvö önnur ensk lið hafa sett saman annars konar þrennur á einu og sama keppnistímabilinu. Liverpool hefur gert það tvívegis en vorið 1984 varð liðið enskur meistari, vann enska deildabikarinn og vann Evrópukeppni meistaraliða undir stjórn Joe Fagan. Liverpool vann svo enska bikarinn, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða árið 2001. Manchester United vann þrennu sem samanstóð ef enska meistaratitlinum, enska bikarnum og sigri í Meistaradeild Evrópu með Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn árið 1999. Þá setti Manchester City tvö önnur met og jafnaði annað í þessum leik. Liðið skoraði 26 mörk í keppninni á þessari leiktíð sem er það mesta í sögu keppninnar en fyrra metið átti Chelsea með því að skora 20 mörk. Þetta var svo 50. sigur liðsins á leiktíðinni í öllum keppnum sem er met. Manchester City jafnaði svo 116 ára gamalt met Bury frá árinu 1906 yfir stærsta sigur liðs í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Guardiola, sem var þarna að vinna sinn 27. stóra titil sem knattspyrnustjóri, er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hefur unnið enska deildabikarinn, enska bikarinn og enska meistaratitilinn. Bill Nicholson, Don Revie, Joe Mercer, Sir Kenny Dalglish, George Graham, Ferguson og José Mourinho höfðu áður náð þeim áfanga. Það er til marks um fullkomnunaráráttu og vilja hans til þess að vera sífellt að bæta liðið sitt að hann eyddi drykklangri stund í miðri sigurgleði liðsins til þess að fara yfir taktísk atriði með Raheem Sterling sem skoraði þrennu í leiknum. Þetta var kveðjuleikur belgíska varnarmannsins Vincents Kompany sem verið hefur fyrirliði liðsins undanfarin ár, en hann er að taka við sem spilandi aðstoðarknattspyrnustjóri hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í sumar. Kompany hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City, fjórum sinnum unnið enska deildabikarinn og þetta var í þriðja sinn sem hann lyftir enska bikarnum. Manchester City fékk verðuga samkeppni frá Liverpool um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð eftir að hafa rústað deildinni og sett met með því að vinna deildina með því að fá 100 stig árið áður. Það sem ætti kannski að hræða stuðningsmenn Liverpool sem og annarra liða er að Manchester City vann þessa þrjá titla með Kevin De Bruyne meiddan lungann úr leiktíðinni. De Bruyne kom inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks í þessum leik og var skömmu síðar búinn að skora eitt mark og leggja upp annað. Manchester City mun síður en svo slaka á klónni á næsta keppnistímabili og nú er það hinna liðanna að spýta í lófana og freista þess að taka fram úr City sem verður hægara sagt en gert.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira