Niður á jörðina Hörður Ægisson skrifar 20. maí 2019 07:00 Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun