Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Vísir/getty Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira