Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2019 19:00 Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira