Óli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. maí 2019 21:38 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45