Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Meðal gesta málþingsins í gær voru ráðherrar menntamála og barnamála. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira