Þór/KA frumsýnir íslenska landsliðskonu í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 16:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik á móti Breiðabliki í fyrra þá sem leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30