Þór/KA frumsýnir íslenska landsliðskonu í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 16:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik á móti Breiðabliki í fyrra þá sem leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30