Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. maí 2019 16:05 Þau sextán sem skipuð voru dómarar við Landsrétt sumarið 2017. Dómsmálaráðuneytið Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira