Hakkarar halda Baltimore í gíslingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 23:30 Lokað vegna tölvuárásar. Vísir/Getty Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni. Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Sjá meira
Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni.
Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Sjá meira