Á annað hundrað milljóna fylgja Speli til Vegagerðarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 10:21 Göngin voru opnuð árið 1998 Vísir/Vilhelm Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár. Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár.
Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41