Dr. Viðar kemur inn í þjálfarateymið: „Vil hjálpa liðinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 15:13 Viðar á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12