Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 21:27 Umferðinni er núna beint framhjá kaflanum sem verið er að breikka. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45
Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00