Í liði með leiknum sjálfum Þórlindur Kjartansson skrifar 10. maí 2019 07:00 Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun