Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:45 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00
Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21