Mörg NBA lið liggja á bæn í kvöld til að fá tækifæri til að velja þennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 22:30 Zion Williamson. Getty/Patrick Smith Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira