Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 18:49 Hótelið við ánna Ilz þar sem þrennt fannst látið, skotið með lásboga, á laugardag. AP/Matthias Schrader Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð. Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð.
Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15