Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 10:46 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Samsett mynd/Anton/Ernir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“