Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 22:03 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann. Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann.
Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15