Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2019 18:11 Ekki liggur fyrir hversu margra leikja bann Kári fær. vísir/vilhelm Logi Geirsson hefur svarað ummælum Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV varðandi brot hans á Haukamanninum Heimi Óla Heimissyni í leik liðanna á fimmtudaginn. Í Seinni bylgjunni gagnrýndi Logi Kára og sagði að Eyjamaðurinn ætti að fá margra leikja bann. Hann sagði að ekki hafi verið um leikbrot að ræða heldur árás. Kári svaraði fyrir sig á Facebook í dag. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifaði Kári og birti myndband af brotinu, sínu máli til stuðnings. Logi gefur lítið fyrir orð Kára og segir að hann sé ekki fórnarlambið í þessu máli. Logi segir ennfremur að myndböndin sem sýna brotið á Heimi Óla frá mismunandi sjónarhornum hjálpi Kára ekki neitt. „Mín skoðun er ljótt brot í sinni tærustu mynd og á ekkert skylt við handbolta. Enda gerðist brotið þegar leikurinn var ekki í gangi. Olnbogi beint í höfuð, enginn gæti tekið Kára svona niður í deildinni, enginn. En að tala um ósjálfráð viðbrögð taugakerfisins segir allt sem segja þarf. Þessi fórnarlambs umræða Kára er á lágu plani,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir jafnframt að eðlilegast væri ef Kári bæði Heimi Óla afsökunar. Ekki er ljóst hvort sá síðarnefndi geti spilað þriðja leik Hauka og ÍBV á morgun. „Hvernig væri að biðjast afsökunnar fyrst og taka svo afleiðingunum eins og maður. Fremur fólskulegt brot sem verðskuldaði beint rautt spjald en allir aðrir eiga að skammast sín. Allt öðrum að kenna. Heimir fyrir að toga þig niður og ég fyrir að fordæma þetta. Ef að ég hefði óvart orðið valdur af því að leikmaður þurfi að leita sér læknisaðstoðar og hafi fengið heilahristing eða höfuðmeiðsli hefði ég hringt og beðið viðkomandi afsökunnar! Það myndu líklega 99% af íþróttamönnum gera og allir fyrirmyndar íþróttamenn. Höfuðmeiðsli eru ekkert grín. Þú hefur ekki svo mikið sem beðist afsökunnar Kári. Þú ert ekki fórnarlambið hérna,“ skrifar Logi en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er ekki lokið. Aganefnd átti að koma saman í dag en er ekki enn búin að senda úrskurðinn frá sér. Olís-deild karla Tengdar fréttir Eyjamenn hafa ekki tapað í Eyjum í úrslitakeppninni í meira en tvö ár ÍBV liðið hefur verið einstaklega erfitt heim að sækja í úrslitakeppni handboltans undanfarin tvö ár. 2. maí 2019 16:30 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Logi Geirsson hefur svarað ummælum Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV varðandi brot hans á Haukamanninum Heimi Óla Heimissyni í leik liðanna á fimmtudaginn. Í Seinni bylgjunni gagnrýndi Logi Kára og sagði að Eyjamaðurinn ætti að fá margra leikja bann. Hann sagði að ekki hafi verið um leikbrot að ræða heldur árás. Kári svaraði fyrir sig á Facebook í dag. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifaði Kári og birti myndband af brotinu, sínu máli til stuðnings. Logi gefur lítið fyrir orð Kára og segir að hann sé ekki fórnarlambið í þessu máli. Logi segir ennfremur að myndböndin sem sýna brotið á Heimi Óla frá mismunandi sjónarhornum hjálpi Kára ekki neitt. „Mín skoðun er ljótt brot í sinni tærustu mynd og á ekkert skylt við handbolta. Enda gerðist brotið þegar leikurinn var ekki í gangi. Olnbogi beint í höfuð, enginn gæti tekið Kára svona niður í deildinni, enginn. En að tala um ósjálfráð viðbrögð taugakerfisins segir allt sem segja þarf. Þessi fórnarlambs umræða Kára er á lágu plani,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir jafnframt að eðlilegast væri ef Kári bæði Heimi Óla afsökunar. Ekki er ljóst hvort sá síðarnefndi geti spilað þriðja leik Hauka og ÍBV á morgun. „Hvernig væri að biðjast afsökunnar fyrst og taka svo afleiðingunum eins og maður. Fremur fólskulegt brot sem verðskuldaði beint rautt spjald en allir aðrir eiga að skammast sín. Allt öðrum að kenna. Heimir fyrir að toga þig niður og ég fyrir að fordæma þetta. Ef að ég hefði óvart orðið valdur af því að leikmaður þurfi að leita sér læknisaðstoðar og hafi fengið heilahristing eða höfuðmeiðsli hefði ég hringt og beðið viðkomandi afsökunnar! Það myndu líklega 99% af íþróttamönnum gera og allir fyrirmyndar íþróttamenn. Höfuðmeiðsli eru ekkert grín. Þú hefur ekki svo mikið sem beðist afsökunnar Kári. Þú ert ekki fórnarlambið hérna,“ skrifar Logi en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er ekki lokið. Aganefnd átti að koma saman í dag en er ekki enn búin að senda úrskurðinn frá sér.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Eyjamenn hafa ekki tapað í Eyjum í úrslitakeppninni í meira en tvö ár ÍBV liðið hefur verið einstaklega erfitt heim að sækja í úrslitakeppni handboltans undanfarin tvö ár. 2. maí 2019 16:30 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Eyjamenn hafa ekki tapað í Eyjum í úrslitakeppninni í meira en tvö ár ÍBV liðið hefur verið einstaklega erfitt heim að sækja í úrslitakeppni handboltans undanfarin tvö ár. 2. maí 2019 16:30
Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15