Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2019 19:30 Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira