Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 15:35 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, útilokar ekki að lýsa þurfi yfir neyðarástandi sökum hamfarahlýnunar af mannavöldum en vill ekki gera það öðruvísi en að raunverulegar aðgerðir fylgi slíkum yfirlýsingum. Hann segir, aðspurður, að afleiðingarnar af hlýnunarinnar sé neyð fyrir heimsbyggðina. „Ég tek algjörlega undir að það hafa gerst, munu gerst og eru að gerast atburðir sem eru af þeirri stærðargráðu að það er ekkert hægt að tala um annað en neyð í því sambandi, hvort sem við horfum við þurrka sem eru að verða víða í heiminum, flóða, hækkun á yfirborði sjávar, útrýmingu tegunda og svo framvegis. Ég held að það sé algjörlega hægt að svara þeirri spurningu játandi en það sem verkefnið í rauninni er að koma í veg fyrir að þessum atburðum fjölgi núna inn í framtíðina. “ Umhverfisráðherra ræddi símleiðis við Kristján Kristjánsson, stjórnanda þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Hann greindi stöðuna eins og hún birtist okkur á vorum dögum, sagði frá þeim aðgerðum sem stjórnvöld vinna að þessa stundina og þeirri forgangsröðun sem hann telur nauðsynlega. Guðmundur Ingi segir að öll umræða um mikilvægi aðgerða í tengslum við loftslagsbreytingar sé af hinu góða. Hún setji þrýsting á stjórnmálamenn um róttækari aðgerðir. Hin svokölluðu skólaverkföll hafi ekki síst verið áhrifarík í því samhengi. Kröfur umhverfissinna á öllum aldri hafi sett loftslagsmálin á ákveðinn stall. „Bretar eru að tala um kolefnishlutleysi árið 2050 og við ætlum okkur að ná því árið 2040. Við erum í samfloti með Evrópusambandinu sem er með metnaðarfyllstu markmiðin í heiminum þegar kemur að loftslagsmálum og höfum náttúrulega lagt fram okkar aðgerðaráætlun í fyrrahaust sem er síðan í endurskoðun núna og ég tek algjörlega undir það með Landvernd og þeim sem hafa verið að kalla eftir þessu að við þurfum frekari aðgerðir, bæði á heimsvísu og líka hérna heima,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi segir að stjórnvöld þurfi að skerpa á þeirri aðgerðaráætlun sem var sett fram í fyrrahaust. Aðspurður hvort það sé ekki holur hljómur í orðræðu stjórnvalda í tengslum við loftslagsmál í ljósi þess að Íslendingum sé ekki að takast að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum til dæmis vegna stóriðju svarar Guðmundur því til að ástæðan fyrir aukningu á losun á sviði stóriðju sé vegna ákvarðana sem hafi verið teknar um fjölgun álvera og kísilmálmverksmiðja löngu fyrir hans ráðherratíð. Það séu þó til úrræði sem stóriðjan gæti nýtt sér til að minnka kolefnisfótspor sitt. „Við erum með bergtegundir sem eru með þeim hætti að það er hægt að dæla koltvísýringi ofan í jarðlögin og láta hann bindast og kristallast ofan í jörðinni með aðferðum sem Orkuveitan og Háskóli Íslands hafa verið að þróa upp á Hellisheiði og það sem meira er er að þetta er verðið – hvað það kostar að gera þetta – er orðið samkeppnishæft við þau gjöld sem þessi fyrirtæki þurfa að greiða í hinu samevrópska kerfi sem þau heyra undir. Ég held að núna á næstu árum verði þessi fyrirtæki einmitt að líta til þess að í staðinn fyrir að kaupa sér losunarheimildir á markaði í Evrópu eiga þau náttúrulega alvarlega að skoða það hvort þau geti ekki dælt þessu ofan í jörðina og þar með er þetta stóra kolefnisspor sem þessi fyrirtæki valda hér á Íslandi meira og minna úr sögunni.“Erfitt að snúa olíuskipinu því kerfisbreytingar taki tíma Guðmundur Ingi segir að skýrslur um stöðu loftslagsmála sýni almenningi hversu alvarlegt málið sé. „Þetta sýnir okkur það að við erum í rauninni að grípa allt of seint til aðgerða. Sú aðgerðaráætlun sem við settum fram í fyrrahaust – og komum síðan með uppfærða áætlun núna einhvern tímann á haustmánuðum – hún hefði þurft að koma miklu fyrr fram. Einmitt vegna þess að það tekur tíma, eigum við að segja, að snúa olíuskipinu. Við erum náttúrulega að horfa á tölur sem endurspegla fyrst og fremst aukningu í vegasamgöngum, það er einhver aukning núna að verða á milli 2016 og 2017 frá fiskiskipaflotanum, það eru kælimiðlar frá kælimiðlum í iðnaði og síðan erum við að horfa á náttúrulega mikla aukningu í úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á undanförnum árum.“ Stjórnvöld vinni nú að kerfisbreytingum vegna loftslagsmála. „Orkuskipti eru umfangsmikil kerfisbreyting. Við erum að byrja núna með vegasamgöngurnar og þar legg ég mjög mikla áherslu á að breyta ferðavenjum og almenningssamgöngur en við munum ekkert hætta að keyra bíla þannig að við þurfum líka að gera andanum kleift að fara í þessi orkuskipti með frekari ívilnunum og stuðningi við hleðslustöðvar og annað slíkt og það eru verkefni sem núna eru að fara í gang hjá okkur og síðan eru það kerfisbreytingar sem líka var komið inn á annað og hefur með framleiðslu sóun og úrgang að gera og þar erum við núna í ráðuneytinu að vinna að áætlun um þetta svokallaða hringrásarhagkerfi sem gengur út á það að nýta betur það sem við búum til, í fyrsta lagi, og síðan sá úrgangur sem verður að hann sé nýttur sem aðföng og hráefni í frekari framleiðslu.“ Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, útilokar ekki að lýsa þurfi yfir neyðarástandi sökum hamfarahlýnunar af mannavöldum en vill ekki gera það öðruvísi en að raunverulegar aðgerðir fylgi slíkum yfirlýsingum. Hann segir, aðspurður, að afleiðingarnar af hlýnunarinnar sé neyð fyrir heimsbyggðina. „Ég tek algjörlega undir að það hafa gerst, munu gerst og eru að gerast atburðir sem eru af þeirri stærðargráðu að það er ekkert hægt að tala um annað en neyð í því sambandi, hvort sem við horfum við þurrka sem eru að verða víða í heiminum, flóða, hækkun á yfirborði sjávar, útrýmingu tegunda og svo framvegis. Ég held að það sé algjörlega hægt að svara þeirri spurningu játandi en það sem verkefnið í rauninni er að koma í veg fyrir að þessum atburðum fjölgi núna inn í framtíðina. “ Umhverfisráðherra ræddi símleiðis við Kristján Kristjánsson, stjórnanda þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Hann greindi stöðuna eins og hún birtist okkur á vorum dögum, sagði frá þeim aðgerðum sem stjórnvöld vinna að þessa stundina og þeirri forgangsröðun sem hann telur nauðsynlega. Guðmundur Ingi segir að öll umræða um mikilvægi aðgerða í tengslum við loftslagsbreytingar sé af hinu góða. Hún setji þrýsting á stjórnmálamenn um róttækari aðgerðir. Hin svokölluðu skólaverkföll hafi ekki síst verið áhrifarík í því samhengi. Kröfur umhverfissinna á öllum aldri hafi sett loftslagsmálin á ákveðinn stall. „Bretar eru að tala um kolefnishlutleysi árið 2050 og við ætlum okkur að ná því árið 2040. Við erum í samfloti með Evrópusambandinu sem er með metnaðarfyllstu markmiðin í heiminum þegar kemur að loftslagsmálum og höfum náttúrulega lagt fram okkar aðgerðaráætlun í fyrrahaust sem er síðan í endurskoðun núna og ég tek algjörlega undir það með Landvernd og þeim sem hafa verið að kalla eftir þessu að við þurfum frekari aðgerðir, bæði á heimsvísu og líka hérna heima,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi segir að stjórnvöld þurfi að skerpa á þeirri aðgerðaráætlun sem var sett fram í fyrrahaust. Aðspurður hvort það sé ekki holur hljómur í orðræðu stjórnvalda í tengslum við loftslagsmál í ljósi þess að Íslendingum sé ekki að takast að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum til dæmis vegna stóriðju svarar Guðmundur því til að ástæðan fyrir aukningu á losun á sviði stóriðju sé vegna ákvarðana sem hafi verið teknar um fjölgun álvera og kísilmálmverksmiðja löngu fyrir hans ráðherratíð. Það séu þó til úrræði sem stóriðjan gæti nýtt sér til að minnka kolefnisfótspor sitt. „Við erum með bergtegundir sem eru með þeim hætti að það er hægt að dæla koltvísýringi ofan í jarðlögin og láta hann bindast og kristallast ofan í jörðinni með aðferðum sem Orkuveitan og Háskóli Íslands hafa verið að þróa upp á Hellisheiði og það sem meira er er að þetta er verðið – hvað það kostar að gera þetta – er orðið samkeppnishæft við þau gjöld sem þessi fyrirtæki þurfa að greiða í hinu samevrópska kerfi sem þau heyra undir. Ég held að núna á næstu árum verði þessi fyrirtæki einmitt að líta til þess að í staðinn fyrir að kaupa sér losunarheimildir á markaði í Evrópu eiga þau náttúrulega alvarlega að skoða það hvort þau geti ekki dælt þessu ofan í jörðina og þar með er þetta stóra kolefnisspor sem þessi fyrirtæki valda hér á Íslandi meira og minna úr sögunni.“Erfitt að snúa olíuskipinu því kerfisbreytingar taki tíma Guðmundur Ingi segir að skýrslur um stöðu loftslagsmála sýni almenningi hversu alvarlegt málið sé. „Þetta sýnir okkur það að við erum í rauninni að grípa allt of seint til aðgerða. Sú aðgerðaráætlun sem við settum fram í fyrrahaust – og komum síðan með uppfærða áætlun núna einhvern tímann á haustmánuðum – hún hefði þurft að koma miklu fyrr fram. Einmitt vegna þess að það tekur tíma, eigum við að segja, að snúa olíuskipinu. Við erum náttúrulega að horfa á tölur sem endurspegla fyrst og fremst aukningu í vegasamgöngum, það er einhver aukning núna að verða á milli 2016 og 2017 frá fiskiskipaflotanum, það eru kælimiðlar frá kælimiðlum í iðnaði og síðan erum við að horfa á náttúrulega mikla aukningu í úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á undanförnum árum.“ Stjórnvöld vinni nú að kerfisbreytingum vegna loftslagsmála. „Orkuskipti eru umfangsmikil kerfisbreyting. Við erum að byrja núna með vegasamgöngurnar og þar legg ég mjög mikla áherslu á að breyta ferðavenjum og almenningssamgöngur en við munum ekkert hætta að keyra bíla þannig að við þurfum líka að gera andanum kleift að fara í þessi orkuskipti með frekari ívilnunum og stuðningi við hleðslustöðvar og annað slíkt og það eru verkefni sem núna eru að fara í gang hjá okkur og síðan eru það kerfisbreytingar sem líka var komið inn á annað og hefur með framleiðslu sóun og úrgang að gera og þar erum við núna í ráðuneytinu að vinna að áætlun um þetta svokallaða hringrásarhagkerfi sem gengur út á það að nýta betur það sem við búum til, í fyrsta lagi, og síðan sá úrgangur sem verður að hann sé nýttur sem aðföng og hráefni í frekari framleiðslu.“
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira