Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 21:16 Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00
Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30