Hæstánægður með silfrið en finn að ég get gert mun betur Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2019 14:30 Júlían J.K. Jóhannsson er sterkur strákur. mynd/aðsend Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum fór fram í Plzen í Tékklandi um helgina. Þar náði Júlían J.K. Jóhannsson þeim frábæra árangri að hreppa silfurverðlaun í þungavigtarflokki. Júlían segir að markmið hans fyrir mótið hafi verið að enda á meðal þriggja efstu og komast á pall. Það tókst og gott betur en hann kveðst hins vegar hefðu getað gert enn betur ef undirbúningur hans hefði verið með betra móti en raun bar vitni. Júlían lyfti alls 1.085 kílóum í keppni dagsins en var aðeins frá sínum besta árangri sem er 1.115 kíló. Það var Rússinn Maksim Prokhorov sem varð Evrópumeistari. „Ég er yfir mig ánægður með að hafa hreppt silfurverðlaun á svona sterku móti og ég er stoltur af þessum árangri. Tölulega séð eru lyfturnar líka mjög góðar og ég er að bæta mig í bekkpressu svo dæmi sé tekið. Það er flestallt jákvætt sem ég get tekið frá þessu móti. Þegar litið er til æfingauppkeyrslunnar sem var ekki eins og best verður á kosið þá er þetta bara mjög góð frammistaða,“ segir Júlían um árangurinn í Tékklandi. „Ég tognaði bæði í brjósti og baki í upphafi ársins og það varð til þess að ég gat ekki keppt á Reykjavíkurleikunum í febrúar og á þeim tímapunkti var tvísýnt um að ég gæti tekið þátt í Evrópumeistaramótinu. Þessi meiðsli höfðu þó nokkur áhrif á undirbúninginn og ég fann fyrir eymslum í brjósti í lyftunum um helgina en bakið hélt hins vegar. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að ná þessu móti og leitaði til að mynda aðstoðar heilara,“ segir þessi öflugi kappi enn fremur um undirbúning sinn fyrir mótið. „Þegar litið er til þess að mér finnist ég geta gert enn betur og varð þrátt fyrir það í öðru sæti þá er ég bara mjög sáttur og þetta gefur góð fyrirheit fyrir árið. Það er vissulega lúxusvandamál að telja sig að einhverju leyti svekktan með jafn góðan árangur á eins sterku móti og ég náði. Mér finnst ég geta endurmetið þau markmið sem ég setti mér fyrir árið og sett slána enn hærra. Næsta stóra verkefni hjá mér er heimsmeistaramótið sem haldið verður í Dúbaí í nóvember. Ég tvíbætti heimsmet á síðasta heimsmeistaramóti og ég stefni á að gera enn betur,“ segir Júlían um framhaldið hjá sér. „Nú þarf ég að greina það hvað ég gerði vel og hvað aflaga fór á mótinu um helgina. Sem dæmi þá held ég að ég geti staðið mig enn betur með því að huga betur að andlega hlutanum og leitað kannski til íþróttasálfræðings í þeim efnum. Líkamlega hliðin er á góðum stað en ég þarf að sinna andlegu hliðinni betur. Þá er það að mínu mati hnébeygjan sem skilur á milli þess að ég hreppti ekki gullverðlaunin þessu móti. Ég þarf að einbeita mér að því að bæta tæknileg atriði í hnébeygjunni til þess að komast á pall á heimsmeistaramótinu,“ segir hann um komandi verkefni. Júlían bætti heimsmetið í réttstöðulyftu með því að lyfta 405 kílóum á heimsmeistaramótinu í Halmstad í nóvember síðastliðnum. Þegar upp var staðið varð hann í fjórða sæti en eins og áður segir stefnir hann að því að bæta um betur og komast á pall á sterkasta mótinu sem haldið er ár hvert í kraftlyftingum. Á síðasta heimsmeistaramóti var Júlían 20 kílóum frá því að næla sér í bronsverðlaun og koma sér á pall. Hann telur það vel raunhæft að bæta sig svo mikið að hann endi með verðlaunapening af einhverri sort um hálsinn í Dúbaí. „Meiðslin eru nú að baki og mér finnst ég á vera á þeim stað að það sé rúm fyrir töluverða bætingu. Ef mér tekst að ná upp fullum krafti í æfingatörninni næstu mánuði, tæknilega hliðin á hnébeygjunni lagast og hugarfarið verður rétt, þá mun ég komast á pall í Dúbaí. Það væri frábær tilfinning og ég mun leggja hart að mér til þess að það takist,“ segir Júlían um draum sinn. Aflraunir Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sjá meira
Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum fór fram í Plzen í Tékklandi um helgina. Þar náði Júlían J.K. Jóhannsson þeim frábæra árangri að hreppa silfurverðlaun í þungavigtarflokki. Júlían segir að markmið hans fyrir mótið hafi verið að enda á meðal þriggja efstu og komast á pall. Það tókst og gott betur en hann kveðst hins vegar hefðu getað gert enn betur ef undirbúningur hans hefði verið með betra móti en raun bar vitni. Júlían lyfti alls 1.085 kílóum í keppni dagsins en var aðeins frá sínum besta árangri sem er 1.115 kíló. Það var Rússinn Maksim Prokhorov sem varð Evrópumeistari. „Ég er yfir mig ánægður með að hafa hreppt silfurverðlaun á svona sterku móti og ég er stoltur af þessum árangri. Tölulega séð eru lyfturnar líka mjög góðar og ég er að bæta mig í bekkpressu svo dæmi sé tekið. Það er flestallt jákvætt sem ég get tekið frá þessu móti. Þegar litið er til æfingauppkeyrslunnar sem var ekki eins og best verður á kosið þá er þetta bara mjög góð frammistaða,“ segir Júlían um árangurinn í Tékklandi. „Ég tognaði bæði í brjósti og baki í upphafi ársins og það varð til þess að ég gat ekki keppt á Reykjavíkurleikunum í febrúar og á þeim tímapunkti var tvísýnt um að ég gæti tekið þátt í Evrópumeistaramótinu. Þessi meiðsli höfðu þó nokkur áhrif á undirbúninginn og ég fann fyrir eymslum í brjósti í lyftunum um helgina en bakið hélt hins vegar. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að ná þessu móti og leitaði til að mynda aðstoðar heilara,“ segir þessi öflugi kappi enn fremur um undirbúning sinn fyrir mótið. „Þegar litið er til þess að mér finnist ég geta gert enn betur og varð þrátt fyrir það í öðru sæti þá er ég bara mjög sáttur og þetta gefur góð fyrirheit fyrir árið. Það er vissulega lúxusvandamál að telja sig að einhverju leyti svekktan með jafn góðan árangur á eins sterku móti og ég náði. Mér finnst ég geta endurmetið þau markmið sem ég setti mér fyrir árið og sett slána enn hærra. Næsta stóra verkefni hjá mér er heimsmeistaramótið sem haldið verður í Dúbaí í nóvember. Ég tvíbætti heimsmet á síðasta heimsmeistaramóti og ég stefni á að gera enn betur,“ segir Júlían um framhaldið hjá sér. „Nú þarf ég að greina það hvað ég gerði vel og hvað aflaga fór á mótinu um helgina. Sem dæmi þá held ég að ég geti staðið mig enn betur með því að huga betur að andlega hlutanum og leitað kannski til íþróttasálfræðings í þeim efnum. Líkamlega hliðin er á góðum stað en ég þarf að sinna andlegu hliðinni betur. Þá er það að mínu mati hnébeygjan sem skilur á milli þess að ég hreppti ekki gullverðlaunin þessu móti. Ég þarf að einbeita mér að því að bæta tæknileg atriði í hnébeygjunni til þess að komast á pall á heimsmeistaramótinu,“ segir hann um komandi verkefni. Júlían bætti heimsmetið í réttstöðulyftu með því að lyfta 405 kílóum á heimsmeistaramótinu í Halmstad í nóvember síðastliðnum. Þegar upp var staðið varð hann í fjórða sæti en eins og áður segir stefnir hann að því að bæta um betur og komast á pall á sterkasta mótinu sem haldið er ár hvert í kraftlyftingum. Á síðasta heimsmeistaramóti var Júlían 20 kílóum frá því að næla sér í bronsverðlaun og koma sér á pall. Hann telur það vel raunhæft að bæta sig svo mikið að hann endi með verðlaunapening af einhverri sort um hálsinn í Dúbaí. „Meiðslin eru nú að baki og mér finnst ég á vera á þeim stað að það sé rúm fyrir töluverða bætingu. Ef mér tekst að ná upp fullum krafti í æfingatörninni næstu mánuði, tæknilega hliðin á hnébeygjunni lagast og hugarfarið verður rétt, þá mun ég komast á pall í Dúbaí. Það væri frábær tilfinning og ég mun leggja hart að mér til þess að það takist,“ segir Júlían um draum sinn.
Aflraunir Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn