Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2019 18:37 Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda
Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira