Það erum við sem erum skynlausar skepnur, ekki dýrin Sölvi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu?
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar