Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:30 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 en grunur leikur á að þeir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. visir/sigurjón Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19
2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01