Fimm ára drengur varð vitni að morðum á móður sinni og bróður Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 17:59 Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Fjöllin þar sem drengurinn fannst sjást í bakgrunni. Getty/Laszlo Szirtesi Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári. Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári.
Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira